Olía 16 rendur 200×200
Hér eru komin stærstu olíumálverkin í þessari röð, eða 200×200 cm, 4 myndir alls. Unnið með málninguna á sama hátt og fyrr, málningin blönduð þannig að fletirnir renna til og taumar leka niður fjötinn. Þó er ekki unnið með síaukinn gljáa á milli umferða, heldur liturinn hafður jafnmattur út ferlið. Í lokin er ferniserað yfir myndirnar á hefðbundinn hátt til að draga litinn fram. Kerfið sem þessar myndir byggja á er nokkuð breytt frá fyrri 16 lína myndum. Sem fyrr eru þó 16 línur sem liggja þvert flötinn eins og í t.d. myndröð #8, lárétt, á ská niður með 45° halla, lóðrétt, og á ská upp. Línurnar eru nú hinsvegar mismunandi breiðar, allt frá því að vera 7/16 af mögulegri breidd í að vera 1/16 af breiddinni. Kerfið sem myndirnar byggja á ná nú til þriggja þátta myndskipunarinnar: liti randanna, breidd þeirra, og staðsetningu þeirra á fletinum. Hér byggja þessir þættir á kerfi út frá aukatölum tölunnar Pí í hexadecimal-kerfi.
||
Here we have the a new series of large oil paintings, each 200×200 cm, 4 in all. As in previous series the paint is mixed so as to run from the painted field down the area of the painting. Now, however, it is uniformly matte throughout, traditionally varnished in the end to build up vibrancy and gloss. These paintings have a slightly different structure from earlier oils. Every painting has 16 stripes, horizontal, diagonally down, vertical, and diagonally up, but now the stripes are of varying widths, from 1/16 to 7/16 of the possible width in the orientation of the stripe. The system these paintings are based uses three parameters for its definition: controlling the colour, width, and position of the stripes. All of these are determined by a series of numbers that form a part of the value of the number Pi in hexadecimal notation.
Palermo spirale
Palermo spirale er röð tannínsýrutónaðra kýanótýpa, myndir sem skrásetja Palermo á Sikiley á kerfisbundinn hátt. Staðirfyrir tökur voru valdir með því að leggja Fibonnaci-spíral yfir kort af Palermo, með fjarlægasta pólhnitið við Arenella ströndina norðan við höfnina, og miðjuna við húsið mitt í Via Bara í miðborginni. 5 önnur svæði voru valin í samræmi við pólhnit spíralsins. Á hverju svæði voru teknar myndir, ein filma, á gamla Bronica myndavél af áhugaverðum sjónarhornum. Myndirnar voru skannaðar inn í tölvu til að búa til stafrænar negatívur fyrir kýanótýpur. Þær voru framkallaðar á vatnslitapappír, bleiktar og tónaðar í tannínsýrulausn til að gera hlýlitar, svarthvítar myndir. Hver mynd er gerð í 12 tölusettum eintökum.
||
Palermo spirale is a porfolio of tannic acid toned cyanotypes, documenting Palermo on Sicily in a systematic way. The locations for the shooting were selected by laying a Fibonnaci spiral over a map of Palermo, with the furthest polar coordinate at Arenella beach north of the harbour, and the apex at my house in Via Bara in the city centre. 5 other zones were chosen according to polar coordinates of the spiral. In each zone a single medium format (6x6cm) film was shot oon a vintage Bronica camera, capturing points of interest. These were scanned into a computer to create digital negatives for the cyanotype process. The cyanotypes were made on watercolour paper, bleached and toned in a tannic acid solutionn to produce warm toned black and white images. Each image is available in 12 numbered copies.
Salernoferðin 2022
Salernoferðin er röð 12 ljósmynda sem teknar á ferðalagi með ferju frá Palermo á Sikiley til Salerno á meginlandi Ítalíu. Myndirnar eru teknar á ferjunni og í Salernoborg, tækifæriskennd túlkun á skoðun ferðalangsins. Við myndatökuna var notuð Leica IIIc myndavél frá 1959. Þær voru teknar á Ricoh Retro filmu. Myndirnar eru í stærðinni 36x24 cm, unnar á 57x43 cm Saunders Waterford Hot press 300g vatnslitapappír. Þetta eru kýanótýpur tónaðar með mulinni skel af svörrtum valhnetum, sem gefa myndinni brúnleitan blæ en halda bláa tóninum nokkuð vel.
||
Viaggia a Salerno is a series of 12 photographs taken during a ferry trip from Palermo in Sicily to Salerno in mainland Italy. The photos are taken on the ferry and in the city of Salerno, an opportunistic interpretation of the traveler's view. The photos were taken using a Leica IIIc camera from 1959. They were taken on Ricoh Retro film. The pictures are 36x24 cm, made on 57x43 cm Saunders Waterford Hot press 300g watercolor paper. These are cyanotypes toned black walnuts hull powder, which give the image a brownish tint but retain the blue tone quite well.
Skuggaljós – 16 / blek 128x207 2020
Þetta er önnur myndin í röð blekmálverka í stærðinni 128 x 207 cm á 300 gm Fabriano vatnslitapappír. Hvert málverk samanstendur af 16 röndum af þynntu bleki, rendur málaðr í ýmsar áttir þvert yfir myndflötinn. Í þessari röð er stefna hverrar randar, staðsetning og breidd ákvörðuð með aukastöfum tölunnar pí. Þetta býr til þétta uppbyggingu mismunandi litbrigða af svörtu, byggt upp af innri línum sem ráða uppbyggingu myndarinnar. Yfirskrift seríunnar er „Skuggaljós“. Það er orð sem Halldór Kiljan Laxness notaði skáldsögu sinni Sjálfstæðu fólki, í lýsingu á ógnvænlegu ljósi við dögun á heiðinni snemma vors, lýsingu í upphafi kafla sem markar upphaf ógæfunnar. Setningin er andstæð „Sólarljósi“. Á þessum tímum virkar þetta sem viðeigandi titill fyrir þessa nýju röð málverka.
||
This is the second in a series of ink paintings sized 128 x 207 cm on 300 gm Fabriano watercolor paper. Each painting is made up of 16 stripes of dilluted india ink, painted in various directions across the image area. In this series the direction of each stripe, location and width are determined by pi. This creates a dense structure of different shades of black, criscrossed with encil lines that define the structure of the image. The title of the series is "Skuggaljós", "Shadowlight" in englist. It is a phrase coined by Icelandic author Halldór Kiljan Laxness in his novel "Independent People", in a description of the ominous light at the break of dawn on the heath in early spring, a description at the beginning of a chapter defining the eventual downfall of the book's main character. The phrase is the opposite of "Sólarljós", "Sunlight". At this time this feels an apt title for this new weries of paintings.
Skógar í Þorskafirði, 2022
Verk unnið fyrir sýningu á Báta- og hlunnindasafninu á Reykhólum sumarið 2022.
6 kallitýpur, gulltónaðar, á Hahnemühle Platinum Rag 300 g pappír, hver um sig 32x40 cm á 50x60 cm örk.
Þetta eru myndir sem eru teknar í skóginum á Skógum í Þorskafirði sumarið 2021. Aðkoma mín að málinu er í tengslum við fjölskylduna, en langalangamma mín, Ásgerður Jochumsdóttir, var frá Skógum. Það var kært á milli afa míns, Ástþórs Matthíassonar, og bróðursonar Ásgerðar, Jochums Eggertssonar. Móðir mín á ljúfar minningar frá því að hafa heimsótt Jochum á Skógum og orðið vitni að uppbyggingarstarfi hans þar. Þessi myndröð er því tvennt í senn, ákall um mikilvægi nátturhugsunar í samtímanum og vitnisburður um vissa þætti í fjölskyldusögu minni.
Myndirnar eru teknar á filmu í stórformati, en hver filma er 12 x 15 cm á kant. Þær eru síðan skannaðar inn í tölvu þar sem unnin er negatíva til prentunar í þeirri stærð sem myndirnar eiga að birtast í. Þær eru síðan unnar með 19. aldar tækni sem heittir kallítýpa, sem er gríska fyrir „góðprent“. Tæknin byggir á því að húða vatnslitapappír, í þessu tilviki úr bómull, með ljósnæmri silfur-járnlausn. Filman er síðan lýst á pappírinn með sólarljósi. Eftir skolun í sítrónusýrulausn eru myndirnar tónaðar í gulllausn. Við það verða þær verða afar endingargóðar auk þess sem gulltónunin gefur þeim áberandi hrafnsvartan blæ. Þetta væru sex myndir alls, hver um sig 60 cm á hæð og 50 cm á breidd, innrammaðar.
||
Works made for an exhibition at the Boat and Benefit Museum in Reykhólar in the summer of 2022.
6 calligraphy types, gold-toned, on Hahnemühle Platinum Rag 300 g paper, each 32x40 cm on a 50x60 cm sheet.
These are photos shot in the forest at Skógar in Þorskafjörður in the summer of 2021. My approach to the matter is in connection with my family, but my great-grandmother, Ásgerður Jochumsdóttir, was from Skógar. There was a close friendship between my grandfather, Ástþór Matthíasson, and Ásgerður's nephew, Jochum Eggertsson who plaanted the forest. My mother has fond memories of visiting Jochum in Skógar and witnessing his planting work there. This series of pictures is therefore both, a call for the importance of contemporary natural thinking and a testimony to certain aspects of my family history.
The photos are taken on film in large format, each film is 12 x 15 cm . They were scanned into a computer where the negatives are processed for printing in the size of the finished imabes. They are then made using a 19th century technique called callitype, which is Greek for "good print". The technology is based on coating watercolor paper, in this case cotton paper, with a light-sensitive silver-iron solution. The film is then illuminated on paper with sunlight. After rinsing in citric acid solution, the images are tinted in gold solution. As a result, they will be very durable and the gold tone gives them a distinct raven-black hue. These are a series of six pictures in total, each 60 cm high and 50 cm wide, framed.
Svörður / Sod 2024
This is part of a series of nine black-and-white prints. These examine the garden’s textures and shades as winter’s final snow melts. The prints’ quality relies on using a carbon-based ink system for optimal quality.
Shot on a Fujifilm GFX100S with GF110 mm f/2 lens.Printed on an Epson SC P800 with Piezography Pro ink, the image area is 16 x 20 cm on 22.5 x 25.4 cm Hahnemühle Baryta FB 350 g paper. Edition 1 of 24.
The Medicine Show
The Medicine Show er safn 40 ljósmynda sem unnar voru í Greensboro í Norður Karólínu. Verkefnið fólst í því að ferðast um héraðið, taka ljósmyndir á fyrirframákveðnum stöðum og framkalla myndirnar á staðnum. Þetta safn mynda er úrval úr þessu safni, 40 myndir teknar á 7 stöðum í Greensboro og nágrenni. Myndirnar eru tanníntónaðar kýanótýpur á Arches vatnslitapappír, en það er aðferð sem þróuð var um miðja 19. öld. Verkefnið er heimildarmyndaverkefni sem tekst á við sögu og forsendur bæjar í suðurríkjum Bandaríkjanna.
||
The Medicine Show is a collection of 40 photographs taken in Greensboro, North Carolina. The project consisted of traveling around the region, taking photographs at pre-determined locations and developing the photos on site. This collection of photos is a selection from this collection, 40 photos taken at 7 locations in and around Greensboro. The images are tannic acid coluored cyanotypes on Arches watercolor paper, a method developed in the mid-19th century. The project is a documentary project that deals with the history and premises of a town in the southern United States.