
Hlynur Helgason
Hlynur Helgason (fæddur 1961) starfar sem myndlistarmaður og listfræðingur í Reykjavík. / works as an artist and art theorist in Reykjavík.
MessageCollection: Skógar í Þorskafirði, 2022
Verk unnið fyrir sýningu á Báta- og hlunnindasafninu á Reykhólum sumarið 2022.
6 kallitýpur, gulltónaðar, á Hahnemühle Platinum Rag 300 g pappír, hver um sig 32x40 cm á 50x60 cm örk.
Þetta eru myndir sem eru teknar í skóginum á Skógum í Þorskafirði sumarið 2021. Aðkoma mín að málinu er í tengslum við fjölskylduna, en langalangamma mín, Ásgerður Jochumsdóttir, var frá Skógum. Það var kært á milli afa míns, Ástþórs Matthíassonar, og bróðursonar Ásgerðar, Jochums Eggertssonar. Móðir mín á ljúfar minningar frá því að hafa heimsótt Jochum á Skógum og orðið vitni að uppbyggingarstarfi hans þar. Þessi myndröð er því tvennt í senn, ákall um mikilvægi nátturhugsunar í samtímanum og vitnisburður um vissa þætti í fjölskyldusögu minni.
Myndirnar eru teknar á filmu í stórformati, en hver filma er 12 x 15 cm á kant. Þær eru síðan skannaðar inn í tölvu þar sem unnin er negatíva til prentunar í þeirri stærð sem myndirnar eiga að birtast í. Þær eru síðan unnar með 19. aldar tækni sem heittir kallítýpa, sem er gríska fyrir „góðprent“. Tæknin byggir á því að húða vatnslitapappír, í þessu tilviki úr bómull, með ljósnæmri silfur-járnlausn. Filman er síðan lýst á pappírinn með sólarljósi. Eftir skolun í sítrónusýrulausn eru myndirnar tónaðar í gulllausn. Við það verða þær verða afar endingargóðar auk þess sem gulltónunin gefur þeim áberandi hrafnsvartan blæ. Þetta væru sex myndir alls, hver um sig 60 cm á hæð og 50 cm á breidd, innrammaðar.
||
Works made for an exhibition at the Boat and Benefit Museum in Reykhólar in the summer of 2022.
6 calligraphy types, gold-toned, on Hahnemühle Platinum Rag 300 g paper, each 32x40 cm on a 50x60 cm sheet.
These are photos shot in the forest at Skógar in Þorskafjörður in the summer of 2021. My approach to the matter is in connection with my family, but my great-grandmother, Ásgerður Jochumsdóttir, was from Skógar. There was a close friendship between my grandfather, Ástþór Matthíasson, and Ásgerður's nephew, Jochum Eggertsson who plaanted the forest. My mother has fond memories of visiting Jochum in Skógar and witnessing his planting work there. This series of pictures is therefore both, a call for the importance of contemporary natural thinking and a testimony to certain aspects of my family history.
The photos are taken on film in large format, each film is 12 x 15 cm . They were scanned into a computer where the negatives are processed for printing in the size of the finished imabes. They are then made using a 19th century technique called callitype, which is Greek for "good print". The technology is based on coating watercolor paper, in this case cotton paper, with a light-sensitive silver-iron solution. The film is then illuminated on paper with sunlight. After rinsing in citric acid solution, the images are tinted in gold solution. As a result, they will be very durable and the gold tone gives them a distinct raven-black hue. These are a series of six pictures in total, each 60 cm high and 50 cm wide, framed.
Kt. 151061-3389
Rn. 0123-26-068736
Powered by Artwork Archive