Þetta er fyrsta myndin af tveimur blekmálverkum í stærðinni 128 x 207 cm á 300 gm Fabriano vatnslitapappír. Hvort málverk samanstendur af 16 röndum af þynntu bleki, rendur málaðar í ýmsar áttir þvert yfir myndflötinn. Í þessari röð er stefna hverrar randar, staðsetning og breidd ákvörðuð með aukastöfum tölunnar pí. Þetta býr til þétta uppbyggingu mismunandi litbrigða af svörtu, byggt upp af innri línum sem ráða uppbyggingu myndarinnar. Yfirskrift seríunnar er „Skuggaljós“. Það er orð sem Halldór Kiljan Laxness notaði skáldsögu sinni Sjálfstæðu fólki, í lýsingu á ógnvænlegu ljósi við dögun á heiðinni snemma vors, lýsingu í upphafi kafla sem markar upphaf ógæfunnar. Setningin er andstæð „Sólarljósi“. Á þessum tímum virkar þetta sem viðeigandi titill fyrir þessa nýju röð málverka.
- Subject Matter: Concrete painting
- Collections: Forsíða, Skuggaljós – 16 / blek 128x207 2020